Facebook Twitter
Skilmálar

Skilmálum síðast breytt 15. júlí 2018

Á eftir stuttri lýsingu á þeirri þjónustu sem veitt er á konto.is eru hér að neðan útlistaðir þeir skilmálar sem eiga við um aðgang þinn og notkun á konto.is sem íslenska einkahlutafélagið Konto ehf. (Konto), kt. 480402-2940, á og rekur.
Inn á vefsvæðinu konto.is geta notendur útbúið og sent rafræna reikninga. auk þess að stofna kröfur til birtingar í netbanka Reikningakerfi Konto uppfyllir kröfur reglugerðar nr. 505/2013 um rafræna reikninga o.fl. hvað varðar reikningakerfi og rafræna reikninga.

1. Skilgreiningar

Notandi: Aðili sem skráir sig inn á vefinn konto.is með aðgangsupplýsingum og getur í framhaldi þess nýtt þá þjónustu sem í boði er á honum.
Þjónustan: Upplýsingar, verkfæri og virkni á vefnum konto.is sem gera notendum m.a. kleift að útbúa og senda rafræna reikninga og stofna kröfur í netbanka.
Rafrænn reikningur: Reikningur útgefinn sem rafrænt skjal í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 505/2013 um rafræna reikninga o.fl. Rafrænn reikningur getur t.d. verið PDF skjal sem sent er með tölvupósti eða XML skjal sem sent er í gegnum skeytamiðil beint inn í viðskiptakerfi greiðanda.

2. Samþykki notkunarskilmála

Með því að nota þjónustuna, samþykkir þú að hlýta þessum skilmálum. Orðin „þú“ og „notandi“ í öllum beygingarmyndum í þessum skilmálum vísa til notanda. Ef þú óskar eftir því að gerast notandi og nýta þér þjónustuna, þá verður þú að lesa þessa skilmála og samþykkja við skráningu. Til notkunar telst m.a. skoðuneða nýting þeirrar þjónustu sem í boði er á vefnum konto.is á hverjum tíma.

Öll notkun vefsins takmarkast við þær aðgerðir sem eðlilegar og löglegar geta talist, ásamt þeim upplýsingum og þjónustu sem boðið er upp á á hverjum tíma.

3. Persónuvernd

Konto starfar að öllu leyti í samræmi við íslensk lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Konto hefur tilkynnt Persónuvernd um starfsemi sína í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Nánar má lesa um hvernig Konto vinnur með persónuupplýsingar þína í Persónuverndarstefnu Konto.

4. Aðgangur að þjónustunni og aðgangsupplýsingar þínar

Sem notandi þá ert þú ábyrgur fyrir því að tryggja leynd lykilorðs þíns sem gerir þér mögulegt, ásamt notandanafni þínu (netfangi), að innskrá þig á konto.is. Með því að láta Konto í té netfang þitt samþykkir þú að Konto megi, þegar nauðsyn krefur, senda þér tilkynningar á netfang þitt í tengslum við aðgang þinn að þjónustunni. Notandanafn þitt, lykilorð og aðrar samskiptaupplýsingar sem þú kannt að láta Konto í té teljast til „aðgangsupplýsinga“ þinna.

Ef þú verður á einhvern hátt var við að óviðkomandi aðili hafi komist yfir aðgangsupplýsingar þínar, samþykkir þú að láta Konto strax vita með því að senda tölvupóst á konto@konto.is.

Réttur þinn til að fá aðgang að og nota þjónustuna er bundinn við þig og þér er ekki heimilt að flytja þann rétt til annars manns eða lögaðila. Þér er einungis heimilt að fá aðgang að og nota þjónustuna í löglegum tilgangi. Þér er þó heimilt að veita aðilum sem þú hefur falið gerð reikninga,skráningu bókhalds eða endurskoðun aðgangsupplýsingar þínar, á eigin ábyrgð.

Aðgangur þinn að konto.is gæti rofnað af og til af ýmsum ástæðum, t.d. vegna vélbúnaðarbilana, tæknilegra bilana, hugbúnaðarvillna, kerfisuppfærslna, eða vegna aðgerða sem Konto kann að kjósa að grípa til. Konto ber ekki ábyrgð á tjóni sem slíkt kann að valda,sbr. 10. gr.

5. Útgáfa og sending reikninga.

Á vefnum konto.is geta notendur gera útbúið og sent rafræna reikninga. Notendur hafa val um að senda reikningana sem rafrænt pdf. skjal á netfang móttakanda eða í gegnum skeytamiðlara beint inn í viðskiptakerfi móttakanda.

Konto rafrænt undirritar alla reikninga sem sendir eru út á pdf. formi til að tryggja áreiðanleika skjalsins.

Konto notast við skeytamiðlara Advania og ber ekki ábyrgð á að reikningar sem sendir eru með þeim hætti skili sér með réttum hætti. Konto mun þó ætíð bregðast við komi tilkynning frá skeytamiðlara um að reikningur hafi af einhverjum ástæðum ekki skila sér og láta notanda vita, ef á. Verði notandi var við að reikningar sem sendir eru í gegnum skeytamiðlara skili sér ekki með réttum hætti þá skal hann hafa samband með að senda tölvupóst á netfangið konto@konto.is.

5a Kröfustofnun og hraðgreiðslur.

Á konto.is geta notendur stofnað kröfu í netbanka greiðanda sjálfkrafa við útgáfureiknings. Einnig geta notendur valið að bjóða upp á hraðgreiðsluafslátt sé krafa greidd innan þriggja daga. Útgefinn reikningur ber þá með sér heildarfjárhæð án afsláttar en krafan í netbanka miðaðst við fjárhæð með afslætti. Ef krafan er greidd innan þriggja daga frá útgáfu þá gefur konto sjálfkrafa út kreditreikning fyrir afslættinum og sendir á greiðanda.

6. Þóknun og áskriftarleiðir

Þóknunin er endurgjald Konto fyrir notkun notenda á þjónustunni og fer hún eftir gjaldskrá Konto hverju sinni. Á hverjum tíma kunna að vera í boði mismunandi áskriftarleiðir sem bera mismunandi þóknun.

Greiðslur til Konto fara fram með greiðslu á kröfu í netbanka.

7. Tilkynningar með tölvupósti

Af og til kann Konto að senda þér nauðsynlegar tilkynningar með rafrænum hætti vegna skráningar og aðgangs þíns eða notkunar á þjónustunni (t.d. þegar aðgangsupplýsingum er breytt) eða aðrar valkvæðar tilkynningar í tengslum við notkun þína á þjónustunni. Af og til kann Konto að bæta við nýjum tegundum tilkynninga eða að fjarlægja tilteknar tegundir tilkynninga.

Rafrænar tilkynningar frá Konto verða sendar á netfangið sem þú gafst upp vegna aðgangs þíns að konto.is.

Þar sem tilkynningar í tölvupósti eru ekki dulkóðaðar munu þær aldrei innihalda lykilorðið þitt. Í þeim tilfellum sem þú gleymir lykilorði þínu getur þú þó fengið sendan hlekk á netfang þitt á slóð sem gerir þér kleift að búa til nýtt lykilorð.

Tilkynningar geta innihaldið netfangið þitt (þegar þér er sendur tölvupóstur). Allir sem hafa aðgang að tölvupósti þínum munu geta séð innihald þessara tilkynninga.

Þú skilur og samþykkir að öllum tilkynningum sem þér eru sendar með notkun þjónustunnar gæti seinkað eða ekki borist þér af ýmsum ástæðum. Konto reynir eftir fremsta megni að tryggja að tilkynningar berist þér fljótt og örugglega en ábyrgist á engan hátt að tilkynningar berist þér eða að tilkynningar innihaldi ávallt nýjustu og / eða réttar upplýsingar. Þú samþykkir að Konto ber enga skaðabótaskyldu vegna tilkynninga sem berast seint eða alls ekki, vegna villna í efni tilkynninga eða vegna ákvarðana sem þú eða þriðji aðili tekur eða tekur ekki vegna tilkynninga sem sendar eru frá konto.is.

8. Hugverkaréttindi

Allt innihald vefsvæðisins konto.is, þar með talið útlitshönnun (t.d. texti, grafík, myndir, vörumerki), ljósmyndir, hugbúnaður, ritstýrt efni, tilkynningar og annað efni er varið samkvæmt höfundarréttar- og vörumerkja lögum á Íslandi og annars staðar.

Innihald konto.is er eign Konto eða notað samkvæmt leyfi frá hugbúnaðar-, gagna- eða efnisveitum sem Konto á í viðskiptasambandi við. Konto veitir þér leyfi til að skoða og nota konto.is samkvæmt þessum skilmálum. Þú mátt eingöngu sækja eða prenta afrit af upplýsingum og efni á konto.is til þinna persónulegu nota sem ekki eru í fjárhagslegum tilgangi í samræmi við II. kafla höfundalaga, að undanskilum þínum eigin upplýsingum s.s. útgefnum reikningum og færsluyfirlit. Öll dreifing, endurútgáfa eða rafræn afritun af innihaldi konto.is, hvort heldur sem er að hluta til eða heild, eða í einhverjum öðrum tilgangi er þér með öllu óheimil nema með skriflegu samþykki Konto.

Um brot gegn þessari grein fer skv. ákvæðum 11. gr.

9. Aðgangstakmarkanir

Þú samþykkir hér með að þú munt ekki nota neins konar sjálfvirkan hugbúnað, forrit eða annars konar sjálfvirkar aðferðir til að fá aðgang, afrita eða fylgjast með nokkrum hluta af vefsvæði konto.is nema með skriflegu leyfi Konto og / eða ef slík þjónusta hafi verið keypt af Konto.

Þú samþykkir einnig að þú munt ekki nota neins konar forrit, hugbúnað eða annars konar aðferðir til að heimsækja, nota eða leita að gögnum á vefsvæði konto.is nema með almennum vöfrum (t.d. Firefox eða Google Chrome) og almennum leitarvélum (t.d. Google eða Bing).

Þú samþykkir einnig að þú munt ekki senda nokkurs konar skrá eða gögn á vefsvæði Konto sem gæti flokkast sem einhverskonar tölvuvírus, tölvuormur eða tróju hestur eða inniheldur einhverskonar skaðlega eiginleika eða sem gæti á einhvern hátt truflað eðlilega virkni konto.is eða þjónustunnar.

Þú samþykkir ennfremur að þú munt ekki reyna á nokkurn hátt að sækja, birta eða greina (e. reverse engineer) á annan hátt undirliggjandi forritskóða (e. source code) út frá þeim hugbúnaði sem er notaður á konto.is. Ef notandi fær að öðrum ástæðum aðgang að undirliggjandi forritunarkóða, s.s. vegna bilunar þá ber honum að tilkynna slíkt til vefstjóra (konto@konto.is). Um slík tilvik gilda jafnframt ákvæði 1. málsliðar.

Um brot gegn þessari grein fer skv. ákvæðum 11. gr.

10. Takmörkun ábyrgðar

Konto ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem orsakast beint eða óbeint vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði fyrirtækisins eða notanda eða af öðrum orsökum, sem kunna að valda því, að upplýsingar séu ekki réttar eða að notandi nái ekki að tengjast þjónustunni. Konto ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem kann að orsakast beint eða óbeint vegna galla eða bilunar í endabúnaði, tengingu við veraldarvefinn, þeim hugbúnaði sem nauðsynlegur er til tengingar við vefsvæði Konto, vafra eða stýrikerfi notanda eða tölvukerfi Konto, eða af öðrum þeim orsökum sem kunna að valda því að aðgerðir á konto.is geta ekki farið fram eða verða með öðrum hætti en til var ætlast s.s. vegna tæknibilana, villna í gögnum eða truflana í rekstri tölvukerfa. Konto ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun notanda eða annars aðila með eða án umboðs notanda. Konto ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til rangra aðgerða notanda eða annars aðila. Konto ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til utanaðkomandi atvika t.d. bilana, rangra utanaðkomandi upplýsinga o.þ.h. Ennfremur ef rekja má tjónið til atvika sem stafa af náttúruhamförum, styrjöldum, verkföllum eða vegna atriða sem talin verða falla undir óviðráðanleg tilvik (force majeure).

11. Lokun aðgangs, gildistími skilmála og breytingar á skilmálum

Konto áskilur sér rétt til þess að grípa til hvaða aðgerða sem teljast nauðsynlegar til að bregðast við brotum gegn skilmálum þessum, þ.m.t. tafarlaus lokun á aðgangi viðkomandi.

Þessir skilmálar gilda um alla notkun þína á konto.is. Þú getur lokað aðgangi þínum að konto.is með því að senda beiðni um slíkt á konto@konto.is á. Þegar þú lokar aðgangi þínum eyðir Konto öllum þínum gögnum og upplýsingum, ef þú óskar þess. Vakin er athygli á því að útgefanda reiknings ber skv. bókhaldslögum, sbr. reglugerð um rafræna reikninga, rafrænt bókhald o.fl. að geyma á gagnamiðli í sjö ár útgefna rafræna reikninga.

Konto er hvenær sem er, og án fyrirvara, einhliða heimilt að loka aðgangi þínum að konto.is. Verður þér þá send tilkynning þess efnis á netfangið sem þú gafst upp við skráningu, t.d. ef þú verður uppvís að misnotkun eða hefur brotið í bága við eitthvert ákvæði þessara skilmála, eða ef þú hefur hegðað þér á þann hátt að augljóst sé að þú ætlir ekki eða getir ekki uppfyllt ákvæði þessa skilmála. Ef grunur vaknar að um lögbrot sé að ræða þá áskilur Konto sér rétti til tilkynna slíkt til yfirvalda.

Konto kann að breyta þessum skilmálum af og til. Komi til breytinga verða allar breytingar við þessa skilmála tilkynntar notendum.

12. Lögsaga og gildandi lög

Um skilmálar þessagilda íslensk lög. Ef eitthvert ákvæði skilmála þessara verður dæmt ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, dregur það ekki á neinn hátt úr gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða skilmálanna. Þú samþykkir að ef Konto nýtir sér ekki einhvern rétt sinn sem hlýst af þessum skilmálum að þá skal ekki túlka það sem afsal þess réttar. Rísi mál út af skilmálum þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.